Tumakökur

f_my_pictures_family_temp_tumibakar

Arfleið hinnar sænsk-ættuðu Gunnillu Wolde er rík hér á landi.  Hún fæddist 1939 í Gautaborg og bæði ritaði og myndskreyti Tuma- og Emmubækurnar sem hafa verið vinsælar um áratugaskeið.

Þegar ég hef lesið bókina „Tumi bakar“ fyrir dætur mínar, Gunnhildi Fríðu og Hrafnhildi Birnu, þá hefur forvitni þeirra æ ágerst um það hvort uppskriftin sem Tumi notar í bókinni sé bragðgóð eða ekki.  Ekki gat ég svarað þessu nema með tilraun; við tókum part af síðasta laugardegi í þetta og þær fengu báðar að gera alveg eins og Tumi í bókunum; sama magn af eggjum, hveiti, sykri og smjöri (hveiti skipt út í fyrir spelt að nútímasið).

Þær skreyttu svo reyndar aðeins meira en Tumi; Gunnhildur abstrakt en Hrafnhildur kóngulóarvef!  Og niðurstaðan?  Tumakökur eru alveg ætar en ekkert sérstaklega góðar nema þá helst að mati barna:

f_my_pictures_blogg_tumakokur
Gunnhildur Fríða og Hrafnhildur Birna (þá fimm og þriggja ára) með eigin Tumakökur!

 

 

Check Also

Einkenni velsældar

Allir vilja lifa á tímum velsældar þar sem sem flest svið mannlífsins blómstra.  Hvaða tímabil …