10 ára verðbólguhringir?

Það eina sem við vitum um verðbólgu: Ekki hægt að spá fyrir um hana.

Samt er það fróðlegt að skoða verðbólgusveiflur á Íslandi því 10 ára sveiflur virðast vera nokkuð reglulegar, sé miðað við gögn frá upphafi mælinga 1988.

1989-1999 NIÐUR úr 23,7% í 1,3%

1999-2009 UPP úr 1,3% upp í 18,6%

2009-2019 NIÐUR úr 18,6% niður í ?

VN

Þó að þetta séu nokkuð greinilegar 10 ára sveiflur þá er ekkert gefið. Tvær þannig sveiflur hafa átt sér stað og þó að þær hitti báðar á sín 10 ár þá er auðvitað ekkert gefið með að nýtt verðbólguskeið sé örugglega að upphefjast á árinu 2019. En margt bendir jú til þess og mætti þar nefna að Íslandssagan er saga sveiflna, upp og niður og núverandi lækkunarskeið verðbólgu er búið að standa yfir nokkuð lengi. Má því færa rök fyrir því að stutt sé í næsta hækkunarskeið. Stórir hagfræðilegir þættir hafa verið áberandi áhrifavaldar á efnahagslíf á öllum þremur skeiðunum sem sagan nær yfir með talnasafni Hagstofunnar.

Þessar sveiflur verða enn áhugaverðari séu þær skoðaðar samhliða gengisbreytingum ISK við EUR. Saga þeirra er styttri, nær frá 1999 en séu þær skoðaðar þá er hækkunartímabil frá 1999-2009 (alveg eins og hjá vísitölu neysluverðs) og svo frá 2009 hefur verið samfellt lækkunarskeið EUR, samanborið við gengi ISK.

Þetta eru áhugaverðar vangaveltur sem fá mann til að velta þessum spurningum fyrir sér:

  1. Er líklegt að hratt verðbólguris sé að hefjast eftir rúmt ár, eða svo?
  2. Er líklegt að krónan byrji að veikjast til lengri tíma strax seinni hluta næsta árs?

Tíminn mun leiða það í ljós en líklega má færa rök fyrir því að það sé gott að bíða ekki lengi með að kaupa hluti erlendis frá. Og að búa sig undir hærri verðbólgu með því að leggja til hliðar það sem hægt er.

Check Also

Loftslagsmál 101

Loftslagsvandinn er eins og hús fullt af skít sem þarf að þrífa. Húsið er jörðin …