Hvernig fer ungt fólk að því að kaupa húsnæði erlendis? Algengasta leiðin sem býðst í mörgum löndum Evrópu og víðar er að fara í náið samstarf við skyldutryggingalífeyrissjóðinn sinn og fá hann til að lána sér fyrir útborgun. Þannig er útborgun ekki lengur hindrun og fleiri komast strax í skjól. Þessa leið – sem notuð er í margvíslegum útgáfum í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi, Frakklandi, Sviss og víðar, hef ég skoðað og mátað fyrir íslenska lífeyriskerfið og sett fram lausn sem er aðlöguð aðstæðum á Íslandi. Þessa lausn setti ég fram í maí 2016 og hefur hún fengið einhverja umræðu nú í kjölfar kosninga í október 2017.
Þessi lausn er góð fyrir lífeyrissjóði því þeir halda áfram að búa að tryggðri ávöxtun. Minna verður til almennra fjárfestinga í bréfum því meiri fjármunir munu fara til að lána fyrir útborgun. Eignahlið lífeyrissjóða mun því stækka í formi veðs í fasteignum í stað eignar í hlutabréfum. Og munum það að á árunum 2007-2009 þá voru það veð lífeyrissjóða sem stóðust bankahrunið og héldu verðgildi sínu á meðan hlutabréf, mörg hver, tóku djúpa dýfu.
Hér er hægt að ná í PDF-skjal sem lýsir lausninni:
Myndir út kynningunni:
________________________________
Umfjöllun MBL 1 (hér)
Umfjöllun MBL 2 (hér)
Viðtal í þættinum Harmageddon, X-ið 97.7 (hér)
Viðtal á Bylgjunni í þættinum Í bítið (hér)
Umfjöllun á Hringbraut – sjónvarpsviðtal (hér)
Umfjöllun á Hringbraut – frétt um lausnina (hér)
Mynd af kynningarfundi um lausnina:
Sjónvarpsviðtal um lausnina:
Útvarpsviðtal um lausnina:
Blaðaefni o.fl. efni þar sem fjallað er um lausnina: