Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð?

Um þessar mundir takast fylkingar á í Framsóknarflokki um það hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi sé heppilegri formaður. Það er áhugavert að skoða þetta út frá hvernig þetta horfir við hinum almenna kjósanda sem er ekki innmúraður inn í þessi átök.

Hverjir eru helstu ímyndarþættir Sigurðar Inga? Hvað stendur hann fyrir út frá ímynd fólks?

SIJ

Hverjir eru helstu ímyndarþættir Sigmundar Davíðs? Hvað stendur hann fyrir út frá ímynd fólks?

SDG

Framsókn stendur sem sagt fyrir valinu á milli tveggja ólíkra póla í forystu:

SIJ: Minni fjölmiðlaumfjöllun, meiri sátt, forystumaður sem fólk tengir við en er álitinn nokkuð gamaldags. Hefur hins vegar ekki neitt stórt neikvætt mál að bera með sér.

SDG: Meiri fjölmiðlaumfjöllun, meiri deilur, umdeildur maður í forystu og Panama-málið erfiður dragbítur að bera.

Báðir valkostir hafa kosti og galla en það er líklega farsælast fyrir flokkinn að hugsa þetta út frá þessum ímyndarþáttum. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem kjósa eru svo nátengdir öðrum valkostinum að þessi barátta fer e.t.v. út í það að hver og einn berst fyrir sínum hóp, sínum hagsmunum. Það eitt og sér er aldrei ávísun á gott gengi varðandi tengingu við almenning og þar með fjölda atkvæða úr kössum á kjördegi. Líklega má telja að meiri sátt geti verið um SIJ, einkum ef hann fær með sér sterkan varaformann sem vegur upp neikvæða ímyndarþætti hans. Einhvern sem höfðar meira til yngra fólks og hefur sterkari tengingu við framtíðarmálefni og við sjálfan almenning. Ef SDG verður valinn á ný sem forystumaður þá þarf hann hins vegar að vinna mikið í nokkrum þáttum sem hamla því að um hann skapist almennt traust.

Facebook Comments

Check Also

Að koma ferðaþjónustu á flug á nýjan leik

Við erum byrjuð að átta okkur á því að COVID-faraldurinn og umhverfismál eru nátengd. Annað …