Að koma ferðaþjónustu á flug á nýjan leik

Við erum byrjuð að átta okkur á því að COVID-faraldurinn og umhverfismál eru nátengd. Annað verður ekki sett í gang og hitt skilið eftir. Þá halda vandræðin bara áfram að banka upp á.

Með því að skoða þetta fræðslumyndband þá má sjá að hækkun hitastigs jarðar á næstu árum gæti leyst úr læðingi verri vírusa en SARS-CoV-2 vírusinn sem veldur COVID-19. Fyrstu vísbendingar hafa komið fram um að þetta sé í raun byrjað.

Þess vegna er svo augljóst að við verðum að finna leið til að koma ferðamennsku einhvernvegin í gang því ferðamennska er undirstöðuatvinnugrein – en einnig að taka stærri skref en áður í umhverfismálum og láta þetta tvennt vinna saman.

Ísland á að byrja nú síðla árs 2020 að reisa ferðamennskuna við með því að gera íslenska ferðamennsku sjálfbæra. Ekki bíða bara eftir að gamla normið verði aftur eins og óábyrg neysla verði hluti af daglegu lífi okkar allra heldur að senda út skilaboðin um að Ísland skilji breytinguna sem verið sé að kalla eftir að og að Ísland ætli að hafa alla ferðamennsku sjálfbæra. Þetta myndi skapa gríðarlega eftirspurn og athygli. En er þetta raunhæft?

Já, það er raunhæft og fyrstu þjóðirnar eru farnar að feta sig í þessa átt – ætla að ná þessari syllu að verða „fyrst til að verða sjálfbær“. Dæmi um þau lönd eru: Kosta Ríka, Slóvenía, Bútan, Noregur, Finnland, Maldívieyjar, Nýja Sjálland og Kenýa.

Styrkur Íslands er að landið hefur trúverðuga ímynd fyrir því að standa fyrir sjálfbæra ferðamennsku og gæti því auðveldlega komist í hóp þeirra topp-fimm þjóða sem slíkt stunda. En til þess þarf leiðarljós, skattalega hvata og frumkvæmi frá ríkisvaldinu þó að sjálfbær ferðamennska á Íslandi gæti auðvitað gert þetta án slíkra hvata – myndi bara taka lengri tíma.

Þetta væri hægt að gera til að koma ferðamennsku sem fyrst í gang og að byggja hana upp inn í nýja tíma þar sem eftirspurn er mjög vaxandi:

[1] HRAÐA ÞVÍ AÐ KOMA FERÐAMENNSKU Í GANG:

Byrja á að gera samkomulag við örfá lönd í einu (1-3 lönd) um að opna á ferðamennsku á milli Íslands og þeirra landa. Lykilatriði hér væri að velja lönd sem eru lík okkur og einkum þar sem COVID-19 sjúkdómurinn hefur skotið sér niður með svipuðum áhrifum og smithlutfalli og átt hefur sér stað á Íslandi. Þannig værum við ekki að fá auknar líkur á smiti heldur aðeins að stækka svipaðan hóp gagnvart sóttvarnarmálum og er til staðar á Íslandi. Þetta þarf að útfæra og að vera, að sjálfsögðu gert í samræmi við íslensk sóttvarnaryfirvöld.

Þýskaland og Austurríki eru byrjuð að ræða á þessum nótum að opna landamæri ríkjanna með þessum hætti. Við ættum að íhuga svipuð skref og velja lönd þar sem beitt hefur verið svipuðum úrlausnum og fólk er vant að hlýða svipuðum fyrirmælum. Þar sem hlutfallsleg smitkúrfa hefur þróast með svipuðum hætti. Sem dæmi mætti nefna Finnland, Króatíu, Möltu og Kanada en það eru lönd þar sem kórónuvírus hefur hent sér niður með svipuðum afleiðingum og á Íslandi og fólk er vant svipuðum reglum um samskipti og eru í gildi hér heima.

[2] BYGGJA UPP NÝJA ÍMYND OG STEFNU FYRIR SJÁLFBÆRRI FERÐAMENNSKU

  1. Að Ísland standi fyrir sjálfbæra ferðamennsku.
  2. Að ástunda ferðamennsku þannig að þörfum viðskiptavina sé sinnt á þess að gengið sé á möguleika kynslóða framtíðar, einkum hvað varðar náttúru, mengun, efnahag, menningu og sögu.
  3. Sjálfbær ferðamennska á Íslandi hafi lágt kolefnisfótspor og að ríkið styðji við kolefnisjöfnun og kolefnisbindingu með skattalegum hvötum.
  4. Að til sé leiðarljós frá stjórnvöldum og skattalegir hvatar til að ástunda sjálfbæra ferðamennsku.

– – –

(Mynd fengin af vefsíðunni: https://guidetoiceland.is/)

 

 

 

Facebook Comments

Check Also

Sáttmáli um kaupmátt gæti leyst kjaradeilur (frekar en launahækkanir)

Það eru um 18.000 manns í verkfalli eða á leið í verkfall á vegum Eflingar …