Ísland þarf skýrari lagasetningu gegn villandi kosningaáróðri

Mikil áhrif voru höfð á kosningaúrslit í Bandaríkjunum þegar Trump var kjörinn forseti, með fölskum fréttum, nafnlausum auglýsingum og villandi efni á samfélagsmiðlum. Þetta er svolítið óhuggulegt en á samt samsvörun við íslenskan veruleika því í nýafstöðnum kosninum til Alþingis voru það nafnlausar auglýsingar og villandi efni á samfélagsmiðlum sem höfðu allnokkur áhrif á niðurstöður kosningar.

Íslensk kosningalög nr. 24/2000 taka ekki með skýrum hætti á þessum vanda. Þau tala um að kosningaáróður sé óleyfilegur, það „að hafa áhrif á hvernig fólk greiðir atkvæði“:

Þessi lög kveða samt ekki skýrt á um að banna skuli að hafa áhrif á kjósendur með fölskum fréttum, nafnlausum auglýsingum og villandi efni á samfélagsmiðlum. Þess vegna þarf að endurbæta kosningalög og færa slíkar takmarkanir inn í þau. Annars endum við í hinu villta vestri þar sem falskt efni verður alsráðandi í kosningum og sá vinnur sem er tilbúinn að fara niður á lægsta planið og hefur úr mestu fjármununum að spila. Yfirleitt væru það þeir flokkar sem væru nátengdastir viðskiptalífinu og stærri fyrirtækjum.

Í Bandaríkjunum er verið að kynna ný lög sem einmitt eiga að koma í veg fyrir falskan kosningaáróður. Honest Ads Act. Í þeim er gert ráð fyrir að leggja kvaðir á fyrirtæki eins og Facebook, Google, Twitter og YouTube í þá veru að ritskoða efni. Að það sé á þeirra ábyrgð að kanna með réttmæti auglýsinga. Í lögunum er gert ráð fyrir gagnagrunni þar sem geyma verður allar pólitískar auglýsingar og að þar verði þær tengdar við kostunaraðila. Þessi leið er víða gagnrýnd m.a. vegna þess að hún tekur ekki á þeim aðilum sem framleiða slíkt efni. Enda væru slíkar aðgerðir torveldari því þær geta verið framleiddar í nærri hvaða landi sem er í heiminum og væri auðvitað erfitt fyrir eitt ríki að setja lög sem gilda fyrir önnur ríki. Kannski komumst við að því í framtíðinni að slíkt mun vera nauðsynlegt til að ná tökum á þessum vanda. Samhæfð lagasetning á milli margra þjóðríkja væri auðvitað áhrifaríkari.

 

Á Íslandi væri hægt að útfæra þetta svona:

  1. Auglýsingar sem fela í sér fullyrðingar þarf að staðreyndaprófa hjá óháðum aðila. Ef auglýsandi getur ekki lagt fram ótvíræð gögn sem sanna allar fullyrðingar sem koma fram í auglýsingu sem á að fara í birtingu þarf auglýsandinn að kosta það að óháður greiningaraðili kanni réttmæti þeirra skilaboða sem á að setja í birtingu. Auglýsingadeild fjölmiðils (birtingaaðili) skal meta hvort meta þurfi sannleiksgildi fullyrðinga sem koma fram í auglýsingum áður en birting er heimiluð.
  2. Auglýsingadeildir munu þannig ekki þurfa að staðreyndaprófa auglýsingar heldur væri það kostað af auglýsandanum sjálfum.
  3. Kveðið yrði á um það í lögum að bannað væri að setja í dreifingu auglýsingar sem hafa áhrif á kjósendur með fölskum fréttum, nafnlausum auglýsingum og villandi efni á samfélagsmiðlum.


Dæmi úr íslenskum veruleika:

Fyrir kosningarnar hér á landi í október 2017 voru birtingar á hreinum óhróðri og fölskum upplýsingum algengar. Og með skýrum hætti er hægt að sjá það í gögnum um ástæður kjósenda fyrir vali sínu að þær auglýsingar höfðu áhrif. Dæmi:

  1. Ef þú kýst tiltekinn flokk þá mun hann hækka þína skatta margfallt.
  2. Ef þú kýst tiltekinn flokk þá mun hann setja Evrópumet í skattahækkunum.
  3. Ekki kjósa tiltekinn flokk því hann mun minnka frelsi þitt til athafna.
  4. Ekki kjósa tiltekinn flokk því hann mun færa atvinnuhætti aftur til baka um marga áratugi.

Ofangreint er alls ekki tæmandi listi, aðeins dæmi af handahófi.

Um það hljóta allir að vera sammála um að þetta beri að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Það er fátt dýrmætara lýðræðinu en að láta almenning taka upplýsta ákvörðun um hvernig eigi að kjósa án þess að hagsmunaaðilar séu að reyna að hafa áhrif á þann þátt tilverunnar. Næg eru áhrif þeirra fyrir.

Check Also

Úthlutun þingsæta með misjöfnu atkvæðavægi

Við útdeilingu þingsæta er atkvæðahlutföllum, breytt í heiltölur, heil sæti, sem getur aldrei endurspeglað hlutföllin …