Hrekjum hatrið!

Við sáum í kosningabaráttu Donald Trump taktíkina að ljúga stórt og mikið. Ef ósannindi eru endurtekin nógu oft þá verða þau að „líffræðilegum raunveruleika“ eins og taugasálfræðingar kalla það. Þetta hafa boðberar haturssjónarmiða tileinkað sér í æ ríkara mæli.

Nýlegt dæmi er úr hóp þar sem meðlimir Íslensku þjóðfylkingarinnar setja fram neikvæðar fullyrðingar um alla þá sem hafa annað litarhaft og annan uppruna en þeir sjálfir. Þar fullyrðir einhver Pétur Gissurarson að 22 hópnauðganir hafi í apríl verið tilkynntar til Stígamóta og nær allar þeirra (95,4%) verið þannig að hælisleitandi var gerandinn.

Eftir lestur árskýrslu Stígamóta kemur hins vegar allt annað í ljós: 79,1% gerenda eru Íslendingar.

STIGAMOT

Til að vera alveg viss þá átti ég samtal við sérfræðing hjá Stígamótum og bar undir hann fullyrðingar þessa Péturs. Svar Stígamóta var afar skýrt:

Svar1b

OK, það er gott að vita. En þá vildi ég vita hvort að það væri samt sannleikskorn í þeim, hvort meirihluti gerenda í þess háttar ofbeldismálum væru útlendingar yfir höfuð.

Svarið var mjög skýrt:

Svar2b

Sem sagt: Sannleikurinn alveg öfugur. Langstærsti hlutinn (um 80%) eru íslenskir gerendur. 

Til að útbúa gott samfélag þá verðum við að henda út í hafsauga öllum röngum fullyrðingum, einkum þar sem verið er að reyna að beygja fólk sem er minnimáttar, sem sætir þegar ofsóknum. Í mínum augum er málflutningurinn sem sjá má hér ofar af Pétri og Co. einfaldlega aumkunarverður. Hatursröfl út í loftið, sett fram af vanþekkingu og minnimáttarkennd.

Nánari gögn:

Það er hægt að skoða þetta nánar og önnur gögn í árskýrslu Stígamóta:
http://www.stigamot.is/static/files/arsskyrslur/stigamot-arsskyrsla-2016-loka.pdf

Og fyrir þá sem vilja bera saman stöðuna, ár fyrir ár þá eru hér allar ársskýrslur Stígamóta.
http://www.stigamot.is/is/um-stigamot/arsskyrslur

Leyfum sannindum og staðreyndum að tala. Stöldrum við og leggjum ögn af tíma okkar í að skoða fullyrðingar og leiðréttum þar sem við á. Ef sannleikurinn fær breiðan farveg þá komast hlutirnir í gott lag.

 

Check Also

Loftslagsmál 101

Loftslagsvandinn er eins og hús fullt af skít sem þarf að þrífa. Húsið er jörðin …