Létt líf eða hark?

Ísland er frábært land. En eins og í flestum löndum þá þarf að breyta og laga og reyna að fókusera á 1-2 aðalatriði sem væri mikilvægast að breyta.

Hér á Íslandi er laun ágæt í samanburði við nágrannalöndin en þá á oft eftir að skoða kostnað við að lifa í landinu til að átta sig á hvort um sé að ræða létt líf eða hark.

Ef við skoðum meðaltal af útborguðum launum og svo meðalleigugreiðslum sem fólk er að greiða pr. mánuð þá kemur í ljós að hlutfall leigu af ráðstöfunartekjum á Íslandi er óvanalega hátt, ef við berum okkur saman við helstu nágrannalönd. Að meðaltali er fólk á leigumarkaði að greiða 2/3 af launum einstaklings í leigu. Þetta er of hátt.

Ath. að hér eru tölur teknar fyrir höfuðborgarsvæðið í hverju landi og gildir þetta hlutfall því ekki fyrir aðstæður í minni borgum og á landsbyggð. En röðin er nærri eins, hvort sem verið er að skoða minni borgir eða landsbyggð þótt hlutfallið breytist eitthvað. Hér eru því teknar höfuðborgir landanna og gefur það því vísbendingu um það hvort að leigan sé að sliga fólk eða ekki.

Það ber ekki að skilja töfluna þannig að þetta hlutfall sé hæst á Íslandi af öllum löndum heimsins. Því fer fjarri. Í Lettlandi og í Litháen er hlutfallið hærra en á Íslandi svo að dæmi séu tekin. Þar er leiga reyndar töluvert lægri pr. fermeter en laun eru þar afar lág. Þar er því meira hark að lifa í þeim löndum (á leigumarkaði) heldur en í Reykjavík.

Í Sviss og Þýskalandi eru lög sem takmarka heimild leigufélaga til að hækka leigu. Hér á landi er þetta hálfgert vilta-vesturs-fyrirkomulag. Fyrirtæki sem eiga leiguíbúðir geta sent bréf til leigjenda og hækka fyrirvaralaust um 20% eða 30% á ári og eru mörg dæmi um það. Þar er alfarið verið að taka tillit til hagnaðar eiganda en ekki samfélagslegra sjónarmiða. Það þjóðfélag sem leyfir slíka einstefnu mun aðeins hola sjálft sig að innan. Leigufélög geta reyndar grætt óskaplega í nokkur ár en geta fólks til að vera þátttakendur í þeim leik minnkar og allir tapa á endanum.

Meginmarkið sem þarf að setja í húsnæðismálum:
Húsnæðiskostnaður á að vera í mesta lagi 45% af ráðstöfunartekjum.

Á Íslandi þarf því reglur sem heimila aðeins X%-mikla hækkun. Þetta ætti að vera á bilinu 1-4% hækkun en bilið þyrfti að skoðast út frá verðhækkunum á launum – ekki á neysluverðvísitölu. Þetta er það brýnasta sem þarf að gera gagnvart erfiðum leigumarkaði á Íslandi, að setja hömlur á endanlausar hækkanir á leigu. Hitt er að auka framboð af leiguhúsnæði hjá non-profit félögum. Það væri hitt sem þyrfti að bjóða upp á. Meira um það síðar.

 

Facebook Comments

Check Also

Sáttmáli um kaupmátt gæti leyst kjaradeilur (frekar en launahækkanir)

Það eru um 18.000 manns í verkfalli eða á leið í verkfall á vegum Eflingar …