Lífeyrissjóðir sem vinna bæði gegn sjóðsfélögum og í þágu þeirra

Lífeyrissjóðir ættu að vinna í einu og öllu að hagsmunum sjóðsfélaga alveg frá því þeir byrja að greiða í sjóðina, ekki bara með hagsmuni lífeyrisþega í huga. Fyrir utan að huga að ávöxtun og restrarkostnaði er einnig mikilvægt að þeir setji sér siðferðisleg viðmið sem miða að því að hafa ekki neikvæð efnahagsleg áhrif á almenning í þeim geirum sem snerta neyslu og kaupmátt fólks.

Lífeyrissjóðir ættu allir að undirgangast opinber, siðferðisleg viðmið sem taka á þessum þáttum:

 • Auka áhættufælni – fækka áhættusömum verkefnum. Að ástunda varfærna fjárfestingastefnu með jafna og ágæta ávöxtun í huga og ekki taka þátt í áhættusömum fjárfestingum..
 • Tryggja lífeyriskerfið frá þátttöku í fjárfestingaverkefnum sem hafa fjárhagsleg sjónarmið annarra en sjóðsfélaga að leiðarljósi. Þetta getur gerst þegar stjórnir sjóða starfa ekki alfarið með hagsmuni sjóðsfélaga í huga.
 • Minnka þátttöku sína á sveiflukenndum hlutabréfamörkuðum.
 • Hafa jákvæð, efnahagsleg áhrif gagnvart almenningi. Loka á neikvæð hliðaráhrif. Gæta þess að hafa ekki neikvæð efnahagsleg áhrif í þeim geirum sem snerta neyslu og kaupmátt almennings með því að:
  • Hafa ekki þau efnahagslegu áhrif að almenningur búi við lakari kaupmátt.
  • Hafa ekki þau efnahagslegu áhrif að almenningur búi við háa vexti.
  • Hafa ekki þau efnahagslegu áhrif að gengissveiflur aukist.
  • Hafa ekki þau áhrif að kaupverð húseigna hækki meira en eðlilegt er.
  • Hafa ekki þau áhrif að leiguverð þróist hærra en eðlilegt er.
  • Taka þátt í fjármögunun húsnæðisverkefna, einkum ódýrra leiguíbúða.
  • Hafa ekki þau efnahagslegu áhrif að fyrirtæki á smásölumarkaði hámarki verð á vörum og þjónustu til almennings.

Því miður er meirihluti lífeyrissjóða á Íslandi ekki komnir langt í að huga að ofangreindum punktum. Lífeyrissjóðir hafa ekki sett sér siðferðisleg viðmið sem snerta hagsmuni sjóðsfélaga og er niðurstaðan sú að starfsemi lífeyrissjóða er stundum háttað í andstöðu við hagsmuni sjóðsfélaga.

Þetta er ákaflega furðulegt umhverfi og er hálfgert „vilta vestrið“ þar sem sjóðir bæði stuðla að hagsæld þeirra sem þiggja lífeyri en eru oft á sama tíma að hafa neikvæð áhrif á kjör þeirra sem eru að greiða inn í kerfið.

Íslenskir lífeyrissjóðir gera nefnilega ýmislegt sem sem hefur talsvert neikvæð áhrif á efnahag landsmanna og vinna þannig á móti því sem ætti að vera markmið þeirra – að efla hag sjóðsfélaga á öllum aldri:

 • Þeir auka á stundum sveiflur í gengi íslensku krónunnar.
 • Þeir auka á stundum álögur sumra smásölufyrirtækja sem almenningur notar mikið.
 • Athafnir lífeyrissjóða hafa oft neikvæð áhrif á kaupmátt.
 • Þeir ýta undir háa vexti á Íslandi, einkum vexti á íbúðalánum og eru helstu varðmenn verðtryggingar.
 • Þeir eiga það til að ýta undir verðmyndun hlutabréfa sem ekki er alltaf innistæða fyrir.
 • Með skorti á gagnsæi gera þeir fólki erfitt með að bera þá saman, fylgjast með ákvörðunum, búa við aðhald og opinbera umræðu og eftirlit með fjárfestingum. Mjög erfitt er að fá upplýsingar um ávöxtun sjóða og árangur einstakra fjárfestingaverkefna. Leynd hvílir yfir mörgu í starfsemi sjóðanna og forsvarsmenn sjóða taka illa í alla umræðu um breytingar á kerfinu sem gætu aukið skilvirkni þess.
 • Forsvarsmenn lífeyrissjóða hafa gert fremur lítið sem eykur traust almennings á þeim og er það áhyggjuefni. Samt liggur það fyrir að lífeyrissjóðir mælast mjög neðarlega – stundum neðst allra fjármálafyrirtækja þegar kemur að trausti, vinsældum og hvaða fyrirtæki séu til fyrirmyndar.

Almenningur sem kaupir matvöru, bensín, tryggingar, flugmiða o.fl. er oftast að versla við fyrirtæki þar sem lífeyrissjóðir eiga annaðhvort meirihluta í eða eru burðarfjárfestar. Þetta leiðir nefnilega til þess að lífeyrissjóðir eru að gera stífa arðsemiskröfu inn í fyrirtækin sem hækka verð sem almenningur greiðir. Er þetta í lagi? Þarna eru lífeyrissjóðir að segjast vera að hækka ávöxtun lífeyris með því að láta almenning í nútímanum greiða fyrir vörur og þjónustu með mjög háu verði.

Meginrökin gegn þessu núverandi kerfi lífeyrissjóða er að við greiðum miklu lengur inn í sjóðina en við tökum úr þeim. Þess vegna eiga lífeyrissjóðir að huga a.m.k. jafnmikið að siðferðislegum og efnahagslegum sjónarmiðum gagnvart sjóðsfélögum á meðan þeir eru að greiða inn í kerfið, eins og hver staðan verður þegar þeir taka út úr kerfinu. Því miður er eins og lífeyrissjóðir hugsi fyrst og fremst um tímabilið þegar fólk er lífeyrisþegar og hugsi svo lítið um hitt tímabilið, sem fólk greiðir inn í kerfið, oft með þeim árangri að það er verið að taka af lífskjörum fólks í blóma lífsins og flytja inn á stutta tímabilið, eftir að fólk hættir að vinna. Þetta er alveg galið.

Ef einstaklingur byrjar að greiða í lífeyrissjóði 20 ára gamall og greiðir fram að 67 ára aldri þá má gera ráð fyrir, út frá ævilíkum Íslendinga að viðkomandi fái lífeyri úr sameignarsjóðum í 17 ár.

Við greiðum inn í kerfið í 48 ár eða í 73,8% af tímanum 20-84 ára.
Við tökum lífeyri út úr kerfinu í 17 ár eða í 26,2% af tímanum 20-84 ára.

Mikilvægt er því að huga að ýmsum breytingum á lífeyriskerfinu. Í fyrstu er rétt að huga að eftirfarandi breytingum, öllum til ábata, bæði lífeyrisþegum sem og fólki sem er að greiða í sjóðina:

 

 

 

 

Facebook Comments

Check Also

Hvaða séreignarsjóðir eru góðir valkostir?

Þegar kemur að því að velja hvar eigi að geyma og ávaxta við­bót­ar­líf­eyri þá geta …