Takk-hnappur í mælaborð bíla?

Getur lítið ljósaskilti sem blikkar með orðinu TAKK í 2-3 sekúndur í bakglugga bætt umferðarmenningu? Gæti það skapað gulrót fyrir ökumenn til að haga sér betur í umferðinni?  Þetta gæti gert ökumönnum kleyft að þakka betur fyrir veitta tillitsemi.

Fullorðið fólk er eins og börn, því finnst gaman að fá hrós.  Leiðin til að fá fólk til að hlýða fyrirmælum er oft að nota hrós fremur en skammir og refsingar.

Oft hafa bílstjórar sýnt mér mikla tillitssemi í umferðinni.  Svo mikla að mig hefur stundum langað að færa þeim örlitla þökk fyrir.  Að veifa í þakklætisskyni gengur oft ekki enda getur það truflað ökumann frá athygli í umferðinni.  Hví ekki að geta látið orðið TAKK tvíblikka snöggt í bakglugga?

Gaman væri að prófa þetta í samvinnu við Samgöngustofu.

Takk1

Takk

Check Also

Hið afdrifaríka hundshvarf

Jim Beach hefur verið fluga á tónlistarvegg heimsins í marga áratugi, hefur verið umoðsmaður eða …