Í fyrsta sinn er hægt að bera saman ávöxtun lífeyrissjóða

Í áratugi hafa lífeyrissjóðir búið við þau lög í landinu að almenningur verður að greiða inn í sjóðina lögbundin gjöld. Lífeyrissjóðir eru því í þeirri einstöku aðstöðu að fá gríðarlega fjármuni til sín, tugi milljarða í hverjum mánuði. Þessu fylgir mikil ábyrgð og þó að lífeyrissjóðir hafi að staðið sig ágætlega með margt þá er einnig hægt að benda á fjölmarga hluti sem eru alls ekki í nógu góðu lagi.

Það er ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi til þessa neitað að gefa upp samanburðarhæfa ávöxtun lífeyrissjóða í landinu. Þeir hafa sagt að ávöxtun sé gefin upp en það er ekki rétt. Ávöxtun er jú til fyrir eitt ár í einu fyrir einn sjóð. Til að skoða samanburð við annað ár þá verður að opna annað skjal, Excel eða PDF og finna réttu meðalraunávöxtunina fyrir það ár. Þetta verður að gera fyrir 20 ár og gera svo fyrir hvern einasta sjóð. Ef almenningur vill bera saman sjóði þá verður hver og einn að fara í þessa vinnu sem auðvitað enginn gerir. 

Ég hef í mörg ár ýtt á lífeyrissjóði og landssamtök þeirra að veita almenningi aðgengi að ávöxtun sjóða á þann hátt að almenningur getur borið sjóði saman. Lífeyrissjóðir og landssamtök þeirra hafa tekið illa í þetta og nefnt að þetta ætli þau sér ekki að gera. Þetta þykir mér vera með eindæmum ótrúlegt og einstakt að hafa skv. lögum áskrift að fjármunum almennings en neita að gefa almenningi kost á því að bera saman ávöxtun sjóða. Ég get ekki hugsað mér neitt annað dæmi hér án landi sem lýsir jafnmikilli firringu og tregðu til gagnsæis en þetta svar lífeyrissjóða í landinu: Að neita að leyfa almenningi að bera saman ávöxtun.

Til að gera langa sögu stutta þá var ákveðið að sætta sig ekki við þessi svör lífeyrissjóða heldur að taka þessar tölur saman. Voru þessar tölur birtar nýlega í þættinu Silfur Egils á RUV og hér er upptaka af þeim þætti:

Silfur Egils, 16. desember 2018:
https://youtu.be/GyfIOam0PZM

RUV fréttir sem fjölluðu um málið:
https://youtu.be/E6l3XIE-p_8

Grein í Fréttablaðinu sem tengist málinu og var birt í vor:
Vil ég nota tækifærið og þakka Dr. Gylfa Magnússyni kærlega fyrir samvinnu við úrvinnslu og greiningu gagna í þessu verkefni.

Check Also

Hvaða séreignarsjóðir eru góðir valkostir?

Þegar kemur að því að velja hvar eigi að geyma og ávaxta við­bót­ar­líf­eyri þá geta …