Úthlutun þingsæta með misjöfnu atkvæðavægi

Við útdeilingu þingsæta er atkvæðahlutföllum, breytt í heiltölur, heil sæti, sem getur aldrei endurspeglað hlutföllin nákvæmlega. Alltaf þarf jú að námunda upp í næsta heila eintak af þingmanni. Margar aðferðir eru til í þessu skyni. Hér á landi er beitt svokallaðri D’Hondt-reglu.

Allar úthlutunarreglur – bæði D’Hondt-reglan og aðrar – ná sjaldnast að endurspegla atkvæðatölur nákvæmlega. Flokkar geta þannig grætt eða tapað á úthlutun; sumir fá ögn meira eða minna vægi á Alþingi heldur en umboð þeirra skv. atkvæðamagni í kosningum gefur til kynna.  Sérhver þingmaður ætti að hafa 1/63 = 1,587% af atkvæðavægi en hlutfallslegar atkvæðatölur kosninga ganga ekki upp í heiltölufaktor af 1,587%. Þetta skekkir og þynnir út lýðræðislegan vilja þjóðarinnar og væri verðugt að skoða hvort hægt sé að endurbæta útdeilingu þingsæta þannig að völd flokka endurspegla niðurstöðu kosninga.

Of fá jöfnunarþingsæti ýkja upp skekkjuna sem birtist í úthlutun þingsæta og er því þessi umræða tengd umræðunni um fjölgun jöfnunarsæta, sem hefur einmitt það að markmiði að færa heildaratkvæðavægi flokka nær því sem er skv. niðurstöðu kosninga. En þó að jöfnunarsætum verði fjölgað er líklegt að skekkja verði áfram til staðar þó að hún minnki.

Hér er dæmi um þessa skekkju sem úthlutun þingsæta kallar fram:

Mesti munur í þessu tilviki (-2,0%) er gula línan þar sem Framsóknarflokkur fær 10,7% atkvæða en fær útdeilt 12,7% af atkvæðavaldi inni á þingi. Það eru auðvitað hendingum háð hvort það er þessi eða hinn flokkurinn sem græðir eða tapar á úthlutun þingsæta hverju sinni. Annað dæmi er að ríkisstjórn Bjarna Ben. lifði á því að Sjálfstæðisflokkur hafði einu sæti um of 2016.

Hlutfallskosningar, þar sem keppt er að sem mestu samræmi atkvæða- og þingsætahlutfalla, hafa orðið ráðandi víðast hvar en yfirleitt er enn stuðst við nálgunarlausnir í nær öllum tilvikum.

Mörg dæmi úr stjórnmálum eru þekkt þar sem munar aðeins 1-2 atkvæðum þingmanna í veigamiklum málum og einnig um það hvort takist að mynda ríkisstjórn eða ekki. Það er því gagnlegt að sjá hvort hægt sé að finna leið til að ná sem mestu samræmi atkvæða- og þingsætahlutfalla.

Væri ávinningur að skoða hlutfallsdeilingu í réttu atkvæðahlutfalli?

Úthlutun þingsæta með aðferðum sem eru nálgunarlausnir verða alltaf til staðar og verður þeim þætti varla breytt. Hins vegar væri mögulega hægt að skoða að breyta því hversu mikið atkvæðavægi hver og einn þingmaður fær eftir úthlutun þingsæta. Tiltölulega auðvellt væri að breyta atvkæðavægi þingmanna til að ná því að hver og einn flokkur hafi atvkæðavald í takt við niðurstöður kosningar.

Þetta væru tvö einföld skref: (1) Útdeila þingsæta með heiltölureglu (t.d. með reglu Sainte-Laguë eða D‘Hondt) eftir atkvæðahlutföllum í kosningum. (2) Ekki að útdeila einu atkvæði á hvern þingmanna heldur taka upp hlutfallsvægi atkvæða sem þýddi tæknilega séð að hver þingmaður hefði brot úr 100% vægi atkvæða á Alþingi. Atkvæðatölur myndu þá ekki lengur endurspegla heiltölufjölda þingmanna sem veittu ákveðnu máli atkvæði heldur væri niðurstaða atkvæðagreiðslu birt sem uppsafnað atkvæðamagn (út frá atkvæðavægi) þeirra sem greiða atkvæði.

Atkvæðavægi þingsætis (AV) væri því hægt að reikna út með einfaldri deilingu að hlutfall atvkæða pr. flokk væri deilt með fjölda útdeildra þingmanna skv. heiltöluútdeilingu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,3% atkvæða í kosningum 2017 og væri vægi hvers þingsætis þannig að að hver þingmaður þess flokks myndi fara með 25,3%/(16/63)=0,9962 atkvæði á þingi. Sambærilegar tölur fyrir aðra flokka má sjá í þessari töflu:

Með þessu fyrirkomulagi myndu atkvæðagreiðslur endurspegla úrslit kosninga. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá alþingismenn til að skoða lausnir í þessa veru einfaldlega vegna þess að það er ekki hefð fyrir þessu fyrirkomulagi. Þó ber að hafa í huga misjafnt vægi atkvæða er við lýði hjá kjósendum og því er ekki fráleitt að hugsa það einnig hjá sjálfum þingmönnum, ef slíkt er til gagns og endurspeglar lýðræðisvilja betur en núverandi fyrirkomulag gerir.

 

 

 

Check Also

Traust eflist ekki með yfirlýsingum um að ætla sér að gera betur

Eitt sinn var sú tíð að nóg að gera svona til að fá aukið traust …