Ný skýrsla um loftslagsmál – ótrúleg sýn!

Nýja loftslagsskýrslan frá IPCC (6th Assessment Report) segir margt nýtt um stöðuna í loftslagsmálum í veröldinni. Aðallega eru niðurstöður nákvæmari en áður og settar fram með meiri vissu og nákvæmari tölum. Hér eru helstu punktar sem ég staldraði og komu í huga mér við fyrstu yfirferð á skýrslunni:
― ― ―
  • Aukin þekking á loftslagsbreytingum og aukin geta til að bera saman veðurfar nú og til forna hefur gert vísindafólki kleyft að álykta með mun nákvæmari hætti en áður.
  • Loftslagsbreytingar af manna völdum eru farar að hafa óbætanleg áhrif allsstaðar í veröldinni. Hitabylgjur, ofsa-úrkoma, þurrkar, fellibylir og afleiðingar þeirra (t.d. gróðureldar) hafa aukist verulega á síðust árum.
  • Nær ekkert getur komið í veg fyrir að hiti á jörðinni muni hækka verulega a.m.k. fram að miðri öld (2050) og líklega lengur, samkvæmt öllum módelum sem skoðuð hafa verið um mögulega lækkaðan útblástur mankyns.
  • Við munum örugglega sjá hækkun hita um a.m.k. 2°C innan þessa tímaramma nema að einhver bylting verði á útblæstri eða förgun gróðurhúsalofttegunda í veröldinni.
  • Afleiðingar aukins hita eru miklar og munu fara mjög vaxandi á næstu árum og áratugum. Hitamet munu falla víðast hvar í veröldinni og ofsa-hiti verður algengari en áður, bæði á landi og í sjó.
  • Ýkt veðurfar verður miklu algengara en áður; mjög svo aukið úrkomumagn á sumum stöðum með flóðbylgjum og aurskriðum á meðan miklir þurrkar munu geysa á öðrum stöðum.
  • Þekkt velmegunarsvæði munu æ oftar sjá ofsafengnar breytingar á veðurfari sem erfitt er að ná tökum á. Fólk sem býr á svæðum sem áður voru talin örugg munu æ oftar vakna upp við vondan draum og upplifa að gjörbreytingar á búsetuháttum geta skollið á með tiltölulega stuttum fyrirvara.
  • Núverandi föngun náttúrunnar á CO2 – sem á sér stað með plöntum, trjám og getu sjávar til að binda CO2 mun breytast mjög á næstu árum. Geta þessara kerfa til að vinna CO2 úr andrúmslofti mun minnka sem og geta til að geyma CO2 til lengri tíma.
  • Margar breytingar sem munu hafa mikil áhrif eru það stórtækar að það mun taka margar aldir – og margar kynslóðir – til að ná þeim til baka. Um verður að ræða gjörbyltingu á búsetuháttum víðast hvar á jörðinni. Sérstaklega verður erfitt að ná til baka breytingum á súrnun sjávar, breytingum á lífríki sjávar, hækkun sjávar og bráðun íshella og jökla á jörðinni. Breytingar á sífrera verða einnig óafturkræfar að miklu leyti.
  • Það eina sem getur komið í veg fyrir þessar miklu breytingar á búsetuskilyrðum á jörðinni er ef mankyn nær annaðhvort að draga mjög verulega úr útblæstri á CO2 eða ef hægt verður að hraða því að fanga CO2 úr andrúmslofti.
― ― ―
Það sem situr eftir hjá mér er að sjá hvað þessi skýrsla er vel unnin og vísindalega vel rökstudd. Þeir sem eru háværir um þessar mundir og mótmæla bóluefnum, loftslagsaðgerðum og öðru, sem vísindi mæla með, ættu að renna yfir nokkrar síður í skýrslunni og sjá hvað vönduð vísindaleg vinnubrögð eru. Allt rökstutt með gögnum, mælingum, staðreyndum.

Check Also

Tveir baráttuhópar í loftslagsmálum: Tæknisinnar og náttúruþjónar

Til að efla baráttuna í loftslagsmálum er gaman og gagnlegt að velta fyrir sér ólíkum …