Þrjár gerðir af villandi kosningaauglýsingum algengastar

Fyrir kosningarnar í október 2017 var meira gert af því en áður að koma villandi kosningaáróðri til kjósenda. Settar voru fram rangar fullyrðingar, einkum gagnvart því að skattpíning myndi aukast gríðarlega og efnahagslegt ástand myndi hríðversna ef tilteknir flokkar myndu fá of mikil völd.

Í kosningafræðum er þetta kallað „disinformation“, þegar einhver reynir að hafa áhrif á niðurstöður kosninga með villandi upplýsingum eða með því að birta aðeins eina hlið mála þannig að falskri heildarmynd er haldið á lofti. Þessi aðferð er ein þekktasta aðferðin í nútímanum til að hafa áhrif á kosningar. Veikari fjölmiðlar og einnig aukinn fjöldi fjölmiðla í eigu hagmunaaðila kemur svo í veg fyrir að nægar óháðar raddir séu til staðar til að tækla þessi tilvik, uppljóstra um þau og leiðrétta rangfærslur. Þess vegna eru snarpar kosningar þar sem stutt er til kjördags, kjöraðstæður fyrir að beita þessari aðferð til að hafa áhrif á hvert atkvæði lenda.

Hér er því hægt að segja að verið sé að skekkja lýðræðið, a.m.k. að hafa óæskileg áhrif á það. Á móti er sagt: Við skulum virða þessa lýðræðislegu niðurstöðu kosninga en það er ekki að öllu leyti rétt á meðan það liggur fyrir að einn aðilinn gerði langmest í því að setja fram villandi auglýsingar (áróður) sér í hag.

Þetta eru helstu aðferðirnar sem notaðar hafa verið til að hafa áhrif á kosningar:

Það væri gaman við tækifæri að rekja dæmi um villandi kosningaáróður í þessum þremur propaganda-flokkum, allt frá snemma á síðustu öld. Dæmin eru mörg, bæði frá Þýskalandi í tengslum við seinna stíð (WWII) en einnig líka frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og víðar.

Í flokkinum „Grey Propaganda“ eru þær auglýsingar sem birtust hér á Íslandi fyrir kosningarnar. Nafnlausar eða í nafni aðila sem annað hvort er ekki til eða látið líta út fyrir að viðkomandi sé fulltrúi stórs hóps þjóðfélagsþegna. Ef ekkert verður gert í að koma böndum á þessa villandi upplýsingagjöf í kosningum mun hún aðeins aukast, ár frá ári, og leiða til mikilla bjögunnar á lýðræðinu.

Svo má segja þeir stjórnmálaforingar sem hafa verið hallir undir poplúlísk mál séu sjálfir að setja fram það sem kallað er „White Propaganda“ því þar eru skýr dæmi um að stjórnmálamenn setji fram mjög bjagaðar upplýsingar til að upphefja eigin gjörðir og til að beina sjónum að öðrum málum en þeirra eigin. Þetta er einnig frekar nýtt hér á landi en hefur þó þekkst hin síðari ár.

Ég hef spurt þrjá þaulvana auglýsingamenn og þeir telja (án ábyrgðar) að kostnaður nafnlausu auglýsinganna, sem beindust mest gegn því að vinstri flokkar næðu miklum árangri hafi verið á bilinu 40-60 milljónir króna. Alveg sama hvort svona efni beinist gegn vinstri eða hægri flokkum. Þetta á einfaldlega ekki að líðast og það eru til aðferðir til að koma í veg fyrir þetta. Ef það verður ekki gert mun fólk, smátt og smátt, missa trú á að atkvæðagreiðslur og kosningar þjóni þeim tilgangi að ná fram vilja fólksins. Sú umræða er reyndar þegar byrjuð eins og David Van Reybrouck ræðir í merkilegri grein sinni í The Guardian, Why elections are bad for democracy“.

Facebook Comments

Check Also

Að koma ferðaþjónustu á flug á nýjan leik

Við erum byrjuð að átta okkur á því að COVID-faraldurinn og umhverfismál eru nátengd. Annað …