Sænskur herragarður á 14 milljónir (ISK)

Fyrir þá sem finna sig ekki á íslenska húsnæðismarkaðnum þá er hér einn valkostur fyrir þá sem geta hugsað sér búsetu í öðru landi: Sænskur herragarður á 14 milljónir (ISK).

Útborgun: 2,2 milljón (ISK)
Afborgun: 59 þús/mán (ISK) – (85% lán upp á 977 þús SEK hjá ICA bankanum, sjá hér)
Samtals greitt í afborganir við lok láns: 18 milljónir (ISK)

Þetta er í raun 3 hús: 1 íbúðarhús (einbýli), eitt úti- eða vinnuhús (fyrir handavinnu eða smáiðnað) og svo geymsluhús.
Sjá myndir af öllu hér.

Húsið stendur skammt frá einu fegursta vatni Svíþjóðar, Vättern.

Stóri munurinn er að í Svíþjóð bjóðast 1,5% óverðtryggðir vextir en á Íslandi eru óverðtryggðir vextir um 5,9%. Næstum fjórum sinnum hærri vextir á Íslandi en í Svíþjóð. Afborgun af jafnlöngu láni á Íslandi (en með 5,9% vexti) væri 44% hærri eða um 85 þús. á mánuði. Það að vextir á Íslandi séu svona miklu hærri en víða annarsstaðar er staðreynd sem Íslendingar eiga ekki að sætta sig við. Þetta er einfaldlega of hátt. Það er í lagi að greiða vexti og að greiða húsið sitt einu og hálfu sinni eða allt að því tvisvar gegn því að fá lán fyrir stórum hluta þess. En þegar fjölskylda þarf að greiða húsið sitt fjórum eða fimm sinnum á Íslandi er ekki hægt að tala um sanngjörn viðskipti.

Það er því léttara og ódýrara að kaupa eignir víða annarsstaðar en á Íslandi og því má gera ráð fyrir að fleiri skoða slíka möguleika í auknu mæli á næstu árum. Kauptækifæri geta leynst á jaðarsvæðum eins og þetta dæmi sýnir. Það hentar ekki öllum en mögulega einhverjum.

Ekki skemmir að húsið, lóðin og umhverfið er mjög fallegt. Og meðalhiti yfir sumarið á þessum stað er um 19-24°C að jafnaði yfir heitustu mánuðina.

Nánari upplýsingar hér (linkurinn verður óvirkur þegar húsið hefur verið selt).

 

 

Check Also

Loftslagsmál 101

Loftslagsvandinn er eins og hús fullt af skít sem þarf að þrífa. Húsið er jörðin …